Um okkur

Nes hf. Skipafélag var stofnað 1974. Tilgangur með stofnun félagsins var að stunda siglingar milli Íslands og annarra landa. Félagið festi kaup á fyrsta skipi sínu sama ára. Það skip bar nafnið Svanur.

Nes var stofnað á Grundafirði og hefur alltaf verið skráð þar, þó skrifstofur félagsins hafi verið í Reykjavík og síðan í Hafnarfirði. Skrifstofur félagsins eru nú að Fjarðargötu 13 – 15 í Hafnarfirði.

Pálmi Pálsson var aðaleigandi og hvatamaður að stofnun félagsins. Hann var fyrstu árin skipstjóri á Svani, en eftir að hann kom í land hefur hann verið framkvæmdastjóri félagsins til 2011, er Helgi Þórisson tók við starfi hans.

Stærstu hluthafar Nes eru: Soffía Friðgeirsdóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Árni Emilsson og Ólafur Guðmundsson.

Í dag gerir Nes hf. út tvö systurskip. Hauk og Sunnu. Bæði skipin eru lausavöruskip (bulk), en Nes hefur fyrst og fremst verið í þeim flutningum frá upphafi.

Haukur og Sunna eru útbúin með færanlegri skurðgröfu ofan á lestarlúgu. Skipið getur því mokað farmi frá borði og einnig um borð í skipið. Þessi gerð af skipum hefur verið kölluð sjálflosarar. Verkefnin hafa því verið flutningur á fiskimjöli, fóðri, grjóti, áburði, timbri, stáli, hráefnum fyrir iðnaðarframleiðslu, kalkþörungum, vélbúnaði og margt fleira.

Í dag eru BYKO og fiskimjölsframleiðendur  stærstu viðskipavinir félagsins. BYKO í innflutningi á byggingavörum, hin í útflutningi á fiskimjöli til Evrópu.

Auk verkefna sem tengjast Íslandi hefur Nes hf. alla tíð stundað siglingar milli hafna erlendis með lausavöru. Auk þess sem árlega hefur félagið farið nokkrar ferðir með vörur til Grænlands.


 Nes hefur einnig annast innanlandsmarkað. Félagið hefur um langan tíma dreift salti frá Hafnarfirði á ýmsar hafnir á landsbyggðinni, auk þess sem félagið hefur flutt áburð, sement og annað byggingarefni milli hafna innanlands.

Skip félagsins sigla undir færeyskum fánum.  Áhafnir skipa eru að mestu erlendir sjómenn, aðallega frá austur Evrópu. Í áhöfn m/v Sunnu eru þó fjórir íslenskir sjómenn. Skipstjóri og hásetar.